Lesið í landið – vatn og berg
Á leið okkar í Tungusel var stoppað á nokkrum áhugaverðum stöðum þar sem kjörið var að horfa í kringum sig. Við sáum allar tegundir vatnsfalla. Þá var á vegi okkar mismunandi berg og hraun og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði.
Það er varla hægt að fara um þetta svæði án þess að nefna Skaftárelda. Við reyndum að tengja vatnið og bergið saman og skoða hvaða áhrif vatnavextir hafa á landið bæði hvað varðar landbrot og eins hvernig það þéttir gropið berg. Hvaða afleiðingar hafa vatnavextir á daglegt líf á svæðinu. Og hver eru áhrifin til framtíðar?