Fornleifarannsóknir

Fornaleifaskráning og rannsóknir á jörðinni Meðalfelli í Nesjum-

Hópaverkefnið okkar á vísindadögum 2015 var fornleifaskráning og rannsóknir. Zophonías Torfason var umsjónamaður okkar hóps. Við fengum þann mikla heiður að fá Völu Garðarsdóttur forstöðumann Hornafjarðarsafna og Sigríði Guðnýju Björgvinsdóttur landfræðing með okkur í lið, en þær eru að vinna við rannsóknir á Hornafjarðarsöfnum. Verkefnið sem við fengum í hendurnar var að afla heimilda um jörðina Meðalfell og sögu hennar ásamt fornleifaskráningu á Laxárrétt, sem var lögrétt í Nesjahreppi fram á miðja 20. öld. Eins tókum við sýni úr mannvirki sem samkvæmt heimildum, sáðreitur frá lokum 18. aldar.

Logrettan_3

Við byrjum verkið á miðvikudaginn þar sem við hófum heimildaöflun um jörðina sjálfa, upphaf búsetu og búsetuþróun. Eftir hádegið fórum við síðan á vettvang að Meðalfelli þar sem við skoðuðum og mældum upp hluta úr Laxárréttinni og tókum sýni eins og áður er getið.
Sýnatakan fór fram sáðreit þar sem m.a. var ræktað rótargrænmeti . Dýpra í kjarnanum (á um 73 cm dýpi) kom í ljós mannvistarleifar sem gáfu til kynna að eldra mannvirki gæti verið undir sáðreitnum sjálfum.
Þar sem kol, brenndur mór og aska voru sýnileg í kjarnanum er líklegt að um er að ræða annað hvort öskuhaug eða íveruhús mjög nálægt.

meðalfell-FAS 026
Ekki er hægt að segja frekar til um eðli eða umfang þessara mannvistarleifa nema með frekari rannsókn en þó þykir líklegt að þarna sé töluvert eldri mannvist en sáðreiturinn sjálfur. Til þess að fá frekari svör þyrfti að taka prufuskurð. Í sýntökunni lentum við á þykkum steinbotni sem bendir til að grjót- eða steinhleðsla sé undir sverðinum.
Þar sem búsetusagan er löng þurftum við að afmarka verkefnið vel og einbeittum okkur þá að því að skoða lögréttina sjálfa, þ.e. Laxárrétt sem er lýst bæði í Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu og örnefnaskrá og sagt vera forn og „frá elstu tíð“. Síðustu tvo daga höfum við svo unnið úr mælingunum og myndunum sem við tókum á vettvangi og þeim heimildunum sem við öfluðum, bæði munnlegum og bóklegum.
Við gerðum kort úr mælingunum sem er byggt á landupplýsingakerfi (Qgis) og settum upp tímalínu um búsetu á Meðalfelli frá 18. öld. Þessi rannsókn er mjög áhugaverð og ljóst þykir að jörðin Meðalfell hefur margt að geyma undir sverði.

Meðalfell meðalfell-FAS 035 meðalfell-FAS 052

 

Við munum svo sýna afraksturinn í stofu 205 eftir hádegi í dag 30. október