Nunnurnar í Seli
Einu sinni voru fjórar nunnur sem ferðuðust um Skaftárhrepp í leit að stað til þess að setjast að.
Þær ferðuðust gangandi með vistir sínar á bakinu. Þær voru aðeins með brekán, sauðskinsskó og með mysu og harðfisk til matar.
Nunnurnar höfðu ferðast lengi í gegnum Eldhraunið og yfir Eldvatnið. Eitt kvöld gerði mikla hríð og voru þær illa búnar fyrir það og voru byrjaðar að villast. Eftir mikla göngu og langa fundu þær loksins stað til að setjast að, sá staður var Sel í Skaftártungu. Fyrst þegar þær gengu inn sáu þær að húsið var samkomuhús með kjallara, allavegana var nóg pláss fyrir þær allar. Aðeins tveir olíulampar voru í húsinu með litla olíu.
Þegar nunnurnar voru að undirbúa sig til svefns heyrðu þær eitthvert þrusk, en skiptu sér ekki mikið af því. Þegar þær höfðu sofið dálitla stund vaknaði ein þeirra, hún vaknaði við stóran dynk sem hún heyrði koma frá kjallaranum. Hún tók sig saman og gekk að kjallaranum með olíulampann í hendi. Þegar hún kom niður kjallaratröppurnar slökknaði skyndilega á lampanum og gustur skall yfir hana. Hún heyrði lítillega í barnsrödd vera að syngja lítið kvæði sem var á þessa leið:
Öskur heyrast hér
Lokkar mig í kjallara
góður vertu mér
Allt er orðið dimmara.
Tungu hann sker
Vill engan heyra tala
Ég sit hér, hann fer.
Ég reyni að gala.
Svöng og þyrst
Augun fóru fyrst
Finn enn fyrir snertingu
Ennþá í minningu.
Faðir vor varstu
Af hverju skarstu
Minn líkama og tungu
Drislar þínir þungu.
Hún sér glitta í mann, sem virðist óhæfur göngu, þá gengur hún að barninu og spyr hvað amar að. Barnið spyr á móti með hvössum tóni ,,Hvaða erindi áttu í okkar húsum?“. Nunnan fyllist skelfingu og hleypur í átt að stiganum. Hún reynir að komast upp tröppurnar, en gripið er í fót hennar. Hún lítur til baka, þar sér hún manninn vera halda í hana reiðilegan á svip. Hann dregur hana niður og sker tunguna úr henni, síðan hvíslar hann að henni; „sama hversu hátt þú æpir, það mun enginn heyra í þér meir“.
Daginn eftir vöknuðu nunnurnar glaðar á svip, að hafa loksins fengið nætursvefn. Sú gleði stóð í stutta stund þar sem ein af nunnum var ekki við hlið þeirra og kjallaradyrnar stóðu opnar. Þegar þær kíktu niður í kjallarann var hann tómur, fyrir utan tungu sem lá í neðstu tröppunni. Þær hröðuðu sér í burtu og flúðu staðinn. Þessi saga var sögð sveitungum og fleira fólki og eftir það heitir Sel í Skaftártungu nú Tungusel.