Er ungt fólk þátttakendur í samfélaginu?

12042922_10207378763289309_8251085560921196697_n

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að ungt fólk sé bara alls ekki velkomið í það sem er að gerast í samfélaginu. Hér á Höfn eru þó nokkur félagasamtök og klúbbar sem eru að gera allskonar áhugaverða hluti, en fáir eru að vinna markvisst að því að fá ungt fólk með sér í lið. Ungu fólki finnst upp til hópa eins og það sé ekki velkomið í þessa klúbba eða samtök vegna þess að engin segir við okkur að við megum vera með, að við séum velkomin. Auðvitað virkar þetta í báðar áttir og kannski mætti ungt fólk vera duglegra við það að athuga hvort það sé velkomið. Stundum getur bara verið soldið erfitt að eltast við eitthvað sem mann langar að gera ef maður er hræddur við það að vera hafnað.

Nú er ég sjálf búin að vera í sambandi við þó nokkur félög sem hafa öll sýnt því áhuga að taka við ungu fólki. Allir þeir sem svöruðu spurningarkönnun sem við gerðum voru tilbúnir til þess að koma og halda kynningu fyrir þá sem vilja um það starf sem á sér stað innan þeirra hóps, sem er auðvitað frábært. En hvers vegna hefur engum dottið í hug að koma til okkar og bjóðast til að vera með kynningar? Er það vegna þess að fólk heldur að ungt fólk hafi engan áhuga á því sem er að gerast í samfélaginu og vilji hreinlega ekki taka þátt? Ég held að það sé ákveðið bil á milli þessara tveggja hópa. Annar hópurinn heldur að hann sé ekki velkomin og hinn hópurinn heldur að sá fyrri hafi engan áhuga á því að vera með. Við Í fjölmiðlafræði í FAS erum að skoða þessi mál þessa dagana og ég vill bara segja það að við unga fólkið höfum skoðanir, við viljum taka þátt í samfélaginu og við erum komin til að vera.

Vigdís María Borgarsdóttir

Byggingarkostnaður er hærri en söluverð

2466_54171203877_5785971_n

Aldurshópurinn á aldrinum 20 -35 ára er fámmenur á Hornafirði og vildum við nemendur í FAS komast að því hvers vegna og hverjir væru möguleikar okkar sem framtíðarhornfirðingar. Við ákváðum að ræða þessi mál við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar.

„Þetta eru fyrst og fremst skólanir, fólk er að færa sig annað í háskóla. Fólk er einnig að byrja að stofna fjölskyldur. Það er aðal ástæðan af hverju landsbyggðin er að missa fólkið á þessum aldri. Þetta er vandamál á landsvísu. En einnig er kannski vandinn sá að við eigum erfitt með að bjóða fram nógu fjölbreytt störf fyrir þetta menntaða fólk. Til að fá fólk til að flytja aftur á Höfn“.

En hvað með að afla sér menntunar á Höfn?

„Það er aðstæða til að stunda háskólanám hér á Höfn en það eru kannski ekki allir að nýta sér það af því þeir hafa búið á Höfn allt sitt líf og langar að fara annað og öðlast reynslu og þekkingu að búa annarstaðar , það er eðlilegur þroski. Einnig er fleiri félagstörf í öðrum háskólum. Ég tel að það séu verðmæti í því að nemendur fari og mennti sig en það sem við sem bæjarstjórn og bæjarfélag þurfum að gera er að sjá um að við höfum þær aðstæður og störf fyrir þau. Þá koma þau til baka með víðara sjónarhorn og kannski með maka og þá fjölgar okkur og fáum fleiri hugmyndir.“

Hvernig er staðan varðandi húsnæðismál á höfn?

„Staðan mætti vera betri hér er vöntun á húsnæði, sveitafélagið er nýlega búið að fara í gegnum mikla skoðun. Staðan er sú að kostnaðarverð er hærra en söluverð á húsum. Söluverð húsa er í kring um 200 þúsund á fermetra en byggingarverð er um 280 þúsund á fermetrann. Bærinn hefur verið að velta fyrir sér að byggja fleiri leiguíbúðir og áttu fund með íbúðarlánasjóði um hvaða möguleikar eru á því. En sveitafélagið á 42 leiguíbúðir á Höfn en það vantar meira.“

Hvernig hefur Hornafjörður þróast sem bær síðustu ár?

„Þetta er ekki góð þróun að missa fataverslanir, bakarí og barinn, en bærinn hefur samt enginn völd til að skikka fólk í atvinnurekstur. Það er stóraukinn fjöldi ferðamanna á ferðinni að manni finnst að einkarekstur fyrirtæka ætti að geta gengið.“

Starfræðikennarinn kom og byrjaði að kenna þegar önnin var hálfnuð vegna skorts af húsnæði er þetta boðlegt?

„Nei það er mjög slæmt en framhaldsskólinn er ekki á vegum sveitafélagsins heldur ríkisins. En þetta tengist húsnæðisskortinum. Þetta er alls ekki boðlegt og er ekki gott fyrir nemendur en þess vegna erum við búinn að skoða þessi húsnæðismál sem þarf að bæta.“

Hvernig sérðu Hornafjörð fyrir þér eftir 20 ár?

„Höfn verður mjög eftirsóknarverður stað til að búa á fyrir ungt fólk, aldraða og allt þar á milli. Það er mikil samstaða hér og mikill vilji til að vinna góð verk. Markmið og árangur er númer 1,2 og 3 og pólitíkinn er sett til hliðar. Ef þetta verður áfram á þessari braut verður tryggt að öll sú grunnþjónusta verði til staðar; leikskólar, heilsugæsla og læknar og allt það sem því fylgir, segir Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Hornafjarðar.

Þorsteinn Geirsson

Frá Hafnarfirði í Hornafjörð

1601125_910212979007895_6606006181252503681_n Að flytja úr stóru samfélagi yfir í lítið samfélag er stórt stökk, sérstaklega fyrir ungt fólk. Það er gríðalega mikill munur á að alast upp í Hafnarfirði öll sín æskuár og klára grunnskólann þar og flytja svo í allt annað og miku minna umhverfi nokkuð hundruð kílómetrum í burtu frá þar sem maður ólst upp. Ég veit ekki út í hvað ég var að fara, ég var að fara byrja í framhaldsskóla einhverstaðar út á landi og ég vissi ekki einu sinni að FAS (Framhaldsskólinn í  Austur-Skaftafellsýslu) væri til því þetta var væri svo lítill bær. Ég fór algjörlega ein með fjölskyldunni minni og þekkti ekki neinn. Fyrstu mánuðina var ég frekar neikvæð gangvart þessu öllu saman og var með mikla heimþrá, vildi ekki fara út úr húsi og kynnast fólki. Ég tók svo ákvörðun um hætta þessu væli og kynnast fólkinu hér. Það gekk mjög vel og tókst mér mjög vel að komast inn í hópinn og kynnast þessu hressa og skemmtilega fólki.

Það er þó mikill munur á því að búa í stóru samfélgi og skipta yfir í lítið samfélag en nokkurnvegin sömu leikreglur. Það tekur smá tíma að læra og aðlagast nýjum leikreglum. Einn af helstu kostunum við að búa í litlum bæ er sá að það er allt svo stutt frá öllu og er það mjög gott. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig að sjá hvað þetta er lítið samfélag, hvað allir eru nánir  og „allir“ þekkja „alla.“ Ég er enn þann dag í dag einu og hálfu ári seinna að venjast því að hitta fólkið sem ég með allan daginn í skólanum í búðinni eftir skóla eða í sundi um kvöldið, og eða hitta kennarana mína í göngutúr á sunnudagkvöldi og eða bara á djamminu á laugardagskvöldi. Þessu fann ég aldrei fyrir þegar ég bjó í bænum, það var mætt í skólann og ekki hist aftur fyrr en daginn eftir.

Skólakerfið hér er frábært hér finnst mér, þetta er svo fámennur skóli og hver og einn einstaklingur fær mjög góða og persónulega aðstoð með námið frá kennurum, það finnst mér vera mikill kostur. Félagslífið hér á Höfn er því miður ekki sterkt miða við hvernig félagslífið er í bænum, krökkunum hér finnst það líkt og mér, frekar slakt. Okkur finnst vanta einhverskonar ungmennahús líkt og félagsmiðstöð til að hittast og hafa gaman, það er ekkert svona hér. Ég hef fulla trú á því að ef að það kemur þá á félagslífið eftir að verða betri og krakkarnir jákvæðari. Eitt af því sem ég lært á því að flytja hingað er það að þrátt fyrir að við höfum ekki mikið hér í bænum eins og bíó, ísbúð eða fjölbreytta matsölustaði, þá er því alltaf reddað og gerum við gott úr því sem við höfum. Það finnst mér vera einn af stærstu kostunum við þennan bæ. Hef ég einnig tekið eftir því að þegar maður gerir sér ferð í bæinn, gerir maður vel við sig og leyfir sér miklu meira en þegar maður bjó sjálfur í bænum.

Þetta hefur verið mjög þroskandi að flytja svona út á lands svona ung því að þú ert að kynnast nýju umhverfi sem eru með allt öðruvísi en maður er vanur og læra nýjar reglur og viðmið. Þetta eina og hálfa ár sem ég hef búið hér hefur verið gríðalega lærdómsríkt og gaman. Mér líður vel hér og gengur vel í skólanum. Ég sé mig samt ekki fyrir mér búa hér í framtíðinni, vil ég fara aftur í minn gamla heimabæ og vinna þar, ég sé ekki mikla atvinnumöguleika fyrir mig hér.

Ég mæli eindregið með því að ef að ungt fólk fái tækifæri að flytja úr stóru samfélagi yfir í lítið nýti sér það og prufi og kynni sér aðstæður, þetta hefur verið lærdómsríkur og skemmtilegur kafli í lífi mínu.

If you never try you‘ll never know.

Björk Davíðsdóttir

Ung rödd á vísindadögum í FAS

2015-10-29 10.30.36Þessi vefur er verkefni nemenda í Fjölmiðlafræði í FAS en stofnun hans er hluti af þátttöku þeirra í fjölþjóðlegu verkefni sem Þekkingarsetrið Nýheimar er aðili að. Verkefnið sem ber heitið Mótstöðuafl (e. Opposing Force) felur í sér valdeflingu og umfjöllun um atgervisflótta og stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum.

Á vísindadögum í FAS sem standa yfir í þessari viku barst ritstjórn vefsins liðsauki og hefur öflugur hópur nemenda unnið að efnisöflun og fréttaskrifum á vísindadögum.  Í hópnum eru:  Anna Birna Elvarsdóttir, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Björk Davíðsdóttir, Hafþór Snorrason, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Katrín María Sigurðardóttir, Maria Selma Haseta, Nikola Zvirblis sem er vefstjóri, Ólöf María Arnarsdóttir, Sunna Dögg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Geirsson og Vigdís María Borgarsdóttir.

Okkur vantar ungmennahús á Höfn

Hvað er ungmennahús?

Ungmennahús er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Meginmarkmið ungmennahúss eru að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við þær hugmyndir sem þau vilja framkvæma. Það stuðlar að ýmsum skapandi greinum eins og listum og menningu. Helsta markmið ungmennahússins er þó fyrst og fremst forvarnir.

12180193_910254215720852_462977196_nHvernig starfa ungmennahús á Íslandi?

Ungmennahús á Íslandi starfa flest öll undir Samfés og er 16 hús skráð þar í dag. Hvert hús þarf að borga ákveðið árgjald til að vera með en í staðinn fá starfsmenn það tækifæri til að funda með öðrum ungmennahúsum.
Ungmennahúsin eru öll með sömu meginmarkmiðin: aðstaða, aðstoð, hugmyndir og samskipti. Þau fagna fjölbreytileikanum og reyna sitt besta til að veita öllum hjálp. Í flestum húsum starfa svokallaðir skipulagshópar sem vinna að uppbyggingu og mótun starfsemi hússins í samvinnu með starfsmönnum hússins. Þeir eru skipaðir af áhugasömum og fjölbreyttum einstaklingum. Það eru þó hús þar sem starfsmenn sjá sjálfir um uppbyggingu og mótun starfsemarinnar.

Hvaða áhrif myndi ungmennahús hafa á Höfn og ungmennin þar?

Oft er talað um ‚stökkið‘ sem verður þegar einstaklingur klárar grunnskólaárin og menntaskólinn tekur við. Í grunnskólanum er haldið utan um mann með hlýjum örmum og maður fær allt í hendurnar. Kennararnir halda utan um lærdómurinn og félagsmiðstöðin heldur utan um félagslífið. En þegar kemur að menntaskóla er þetta allt í einu komið í manns eigin ábyrgð og enginn annar sér um námið. Félagsmiðstöðin er ekki lengur til staðar og ekkert kemur í stað hennar. Nemendur vita ekki hvað þau eiga að gera í frítímanum annað en að læra og álagið verður óbærilegt.
En það væri svo lítið mál að minnka þetta stökk og létta á álagi krakka.
Með smá áhuga og vilja væri hægt að feta í spor annara samfélaga og opna ungmennahús. Það myndi hafa ótrúlega jákvæð áhrif á félagslífið og almenna líðan unga fólksins, þá sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt uppdráttar í félagslífinu. Unga fólkið ætti loksins einhvern stað til að leita á þar sem stuðlar að heilbrigðu og hamingjusömu félagslífi. Þau gætu mætt til að fá sér einn rjúkandi kaffibolla og lært, spjallað, stofnað hópa og framkvæmt hinar ýmsu hugmyndir sem þeim liggur á hjarta.

12179164_910262455720028_1987427832_nVið ákváðum að prófa spyrja fólk frá aldrinum 15-25 ára um hvort að þau myndu nýta sér ungmennahús ef það væri til staðar og niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar eins og sést á súluritinu hér til hægri.

Það er því ljóst að fólk myndi nýta sér ungmennahúsið og að það sé mikil þörf fyrir því fyrir þennan aldurshóp í samfélaginu okkar.
Núna er búið að reyna á þessa hugmynd í meira en eitt ár í ungmennaráðinu og enn hefur ekkert gerst eða heyrst og við skorum því að ykkur, kæra bæjarstjórn- og ráð, að hlusta á okkar rödd og gera samfélagið betra fyrir alla aldurshópa!

Áróra Dröfn, Ólöf María og Sunna Dögg

Spurningakeppni kennara

Við ákváðum að láta reyna á þekkingu lærimeistara okkar og lögðum fyrir þau nokkrar spurningar. Svörin sjást í myndbandinu hér fyrir neðan.

https://youtube.com/watch?v=LslFVcpBurE

Sveigjanleikinn er kostur við fjarnámið

Guðjón Örn Magnússon er ungur mýramaður sem starfar sem grunnskólakennari á Hornafirði . Þetta er fimmti veturinn hans  sem umsjónarkennari, með hléum þó, þar sem hann hefur verið í fjarnámi í kennslufræðum. Hann hefur nú lokið B.Ed. gráðu í kennslufræði með náttúrufræði og samfélagsgreinar sem kjörsvið.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í kennaranám?1013129_10201196546171653_833758119_n

Guðmundur Ingi hafði samband við mig árið 2008. Þá lá ég heima hjá mér í gifsi eftir ökklabrot og hann bauð mér að kenna einn vetur náttúrufræði í Heppuskóla. Hann bauð mér þetta tækifæri, ég tók því og eftir einn vetur sá ég hvað það væri gaman að kenna og ákvað að skrá mig í skóla og fara að mennta mig í þessu. Síðan þegar ég var búinn með B.Ed gráðuna þá fékk ég starf hérna og hef verið í því síðan. Það var það að ég fékk að prófa kenna sem gerði útslagið að ég fór í skólann.

Þú tókst háskólanámið í fjarnámi, afhverju ?

Ég tók háskólanámið í fjarnámi því ég sá ekki fram á það að geta verið í skóla og námi sem að er þá eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir þá sem eru ekki fjársterkir. Ég hefði þurft að fara í fulla vinnu bara til þess að safna mér pening til þess að fara til Reykjavíkur en eftir þennan vetur sem ég var að kenna hérna þá hugsaði ég fer bara strax í þetta svo ég geti menntað mig svo ég geti upplifað meira öryggi því þegar að þú ert leiðbeinandi og einhver sækir um starfið þitt þá fær hann það skiluru. Þannig ég hafði ekkert atvinnuöryggi þá. Ég ákvað að fara strax að mennta mig ég var ekki loðinn um lófana eins og maður segir. Ég hafði heyrt af fjarnámi, að það væri möguleiki og ég ákvað bara að slá til og sjá hvernig mér myndi líka það og það var með þeim hætti að ég þurfti að fara tvisvar á önn í bæinn til þess að sýna verkefnin mín aðalega hvað ég væri að gera og það gekk bara vel, þrusuvel þannig ég ákvað að þetta væri bara gott form fyrir mig. Þetta gerði líka það að verkum að gat verið nálægt fjölskyldu minni. Gat verið í sveitinni þar sem ég kann best við mig þannig þetta var bara tvær flugur í einu höggi að geta verið í sveitinni sinni og geta menntað sig í leiðinni.

Mæliru með þessari aðferð?

Kostirnir geta verið eins og fyrir mig ég gat verið hjá fólkinu mínu, ég hafði sveigjanleika og þurfti ekki að mæta í tíma. Ég gat valið; já ég er að moka skít í dag, best að hlusta á tímann sem var í dag í nátturufræðinámskeiðinu mínu klukkan ellefu í kvöld. Ég hafði allan sveigjanleika í heimi. Ég gat líka ákveðið þegar ég var mikið að gera eitthvað annað í þessari viku þannig námið situr á hakanum í þessari viku og ég tek bara frá morgni til kvölds næstu viku þannig að sveigjanleikinn frábær. Að þurfa ekki að eyða öllum mínum pening í húsaleigu í Reykjavík.

Gallarnir klárlega þeira að þegar maður er í skóla þá er maður í skóla með öðru fólki og ég kynntist þessu fólki því miður bara ekki neitt. Það voru bæði staðnemar og fjarnemar sem að ég var að hitta og vinna verkefni með þegar að ég var í staðlotum sem var greinilega alveg frábært fólk sem að maður ætti kannski góðann vinskap við í dag en missti eiginlega af tækifærinu af því að maður var á Hornafirði.

Félagslegi þátturinn við það að vera í skóla er náttúrulega eitthvað sem er ekki hægt að verðleggja, hann er ómetanlegur í raunninni þannig Að vera í fjarnámi getur verið hálf einmannalegt hvað það varðar. Þú ert kannski með vinnuhóp en þið heyrist bara á skype klukkan þetta þennan dag því það getur enginn verið við tölvuna nema akkúrat þá.
Það er þessi persónulega nánd við aðra nemendur sem vantaði alveg upp á hjá mér, það er stærsti gallinn. Og auðvitað aðgengi að kennurum en þeir svöruðu mér alltaf á endanum ef maður senti bara tölvupóst. En það er alltaf skemmtilegra að geta talað við kennarann sinn augliti til auglitis, þannig að stundum var það kannski erfiðara að vita hvað kennarinn var að reyna fá út úr verkefninu sem hann var að leggja fyrir mann. Maður er ekki alveg með það á hreinu af því maður er ekki í tímanum. Spjallið milli kennara og nemanda skiptir líka máli, sérstaklega maður á mann.

Væri hægt að stunda háskólanám í öðrum greinum á sama hátt og þú gerðir?

Klárlega, í bóklegum fögum ætti þetta að vera lítið mál og vonandi í greinum þar sem krefjast einhverrar ákveðnar aðstöðu þá væri draumur að geta komið upp þannig aðstöðu hér á Hornafirði. Ég vona að fólk sem býr hér og kannski kemst ekkert endilega í burtu eða vill ekkert fara í burtu eigi kost á því að mennta sig eins langt og það geti á staðnum. við þurfum ekki að fá fólk til baka ef fólkið þarf ekki að fara eða vill ekki fara. En þá eru auðvitað margir þættir sem þurfa að spila inn t.d. þarf hér að vera eitthvað fyrir ungt fólk til þess að það vilji koma hingað, ég held að það sé eitt af aðal vandamálunum sem blasir við okkur núna er húsnæði og hvað það er að gera fyrir unga fólkið.

Hafþór Snorrason

Áttundubekkingar staðráðnir í að búa á Höfn í framtíðinni

Krakkarnir í 8.bekk í Grunnskóla Hornafjarðar eru öll full af hugmyndum um hvað þau ætli að gera í framtíðinni, eins og við fréttamennirnir komumst að í síðustu viku.  Áhuga okkar vakti hinsvegar það, að tæplega 80% viðmælenda í 8. bekk voru staðráðin í því að vinna á Hornafirði í framtíðinni.
Við spjölluðum við 8.G og 8.R um framtíðarplön þeirra. Hvað þau vildu starfa við og hvort þau myndu vilja starfa við það hér á Hornafirði.

12179764_10205023175166812_710260467_nArnrún Mist Óskarsdóttir 13 ára
Arnrúnu langar að vinna sem hestakona í framtíðinni. Hún hafði hugsað sér að búa í Nesjunum og vildi alls ekki fara eitthvert annað. Það er þá vegna þess að hún segir hestamenninguna hér í Austur-Skaftafellssýslu mjög góða og einnig þekkir hún til hestanna hér og gæti því ekki hugsað sér að búa og starfa annars staðar.

 

 

12200665_10205023172446744_1231709311_nEyþór Ari Ingibjargarson 13 ára
Eyþór á heima á Borg á Mýrum ásamt fjölskyldu sinni. Í framtíðinni þá ætlar hann að taka við búinu og ætlar því að búa hér nálægt Höfn. Hann sér ekki fyrir sér að gera eitthvað annað en það í framtíðinni og er staðráðinn í því að flytja ekkert.

 

 

 

12179931_10205023173086760_555468499_n

Gréta Sól Ingólfsdóttir 13 ára
Gréta er nokkuð viss um hvað henni langar að starfa við í framtíðinni. Hún hallast að förðunarfræðinni, en veit að hún getur ekki lært það hér. Hún stefnir því á það að læra förðunarfræði annars staðar og svo langar henni að snúa aftur heim og opna sína eigin snyrtistofu hér á Höfn.

 

 

12048704_10205023175806828_1844770280_nMaría Andersen 12 ára
Henni Maríu langar að verða dýralæknir í framtíðinni og gæti vel hugsað sér það að vinna hér á Höfn í framtíðinni. En einnig hafði hún hugsað sér það að ferðast um allt landið og flakka á milli bæja, enda þurfa öll bæjarfélög á dýralækni á að halda.

 

 

 

12179418_10205023172046734_809678912_nPatrekur Máni Halldórsson 13 ára
Patrekur hafði ekki velt mikið fyrir sér hvað honum langar að gera í framtíðinni. Hann sagði okkur þó að hann gæti vel hugsað sér að verða lögregla.
Hann vildi hinsvegar ekki starfa við það hér á Höfn, hann sagði að það væri líklega ekki nóg að gera.
Honum langar að fara til Reykjavíkur og gerast lögregluþjónn og Akureyri kæmi einnig til greina, en hann vildi þó ekki fara til útlanda því þar heldur hann að sé of mikið að gera.

 

12179297_10205023174406793_726441498_nSindri Blær Jónsson 13 ára
Sindra langar að vera atvinnumaður þegar hann verður eldri. Hann sagði okkur að ekki væri hægt að græða mikið í motorcross geiranum hér á Íslandi, og til þess að græða eitthvað að viti þyrfti að flytja til útlanda.

 

 

Ljóst er að meirihluti 8.bekkjar hugsar sér að búa hér á Höfn eða í nágrenni þegar þau verða eldri. En áður en við kvöddum grunnskólann tókum við stutt stopp í skólastofu hjá 10.N og spurðum allan bekkinn hvort þau myndu sjá sig búa og starfa á Hornafirði í framtíðinni. Þetta tveggja ára aldursbil á milli árganganna felur gífarlegar breytingar í sér þegar kemur að framtíðarsýn. Aðeins helmingur krakkana í 10.N gat hugsað sér að búa á Höfn og starfa við það sem þeim langar að gera í framtíðinni.

12179853_10205023171646724_428740754_nIngólfur Ásgrímsson 15 ára
 var einn þeirra sem var nokkuð staðráðinn í því að flytja ekki frá Höfn.Rök Ingólfs fyrir því afhverju hann vill ekki flytja frá Höfn og vinna annars staðar eru frekar einföld. Hann langar að verða sjómaður þegar hann verður eldri og heldur hann því fram að Hornafjörður sé frábær staður til að stunda sjómennsku.
Annar kostur segir hann að öll fjölskylda hans búi hér og honum líkar einfaldlega mjög vel að búa hér á Hornafirði.

 

 

12188521_10205023187167112_1453920605_nSalóme Morávek 15 ára var hinsvegar nokkuð viss um að ef að hún fengi draumastarfið, þá gæti hún ekki sinnt því frá Hornafirði. Þegar hún verður eldri þá langar henni að vinna við eitthvað tengt leik- og sönglist.
Henni þykir ekki mikið koma til leik- og söngmenningar hér á Hornafirði, að minnsta kosti finnst henni ekki mikið fyrir ungt fólk að gera á þessum sviðum. Hún benti á að framhaldsskólinn setur vanalega upp eina leiksýningu á ári, og að grunnskólinn hafi val um það að fara í leiklist, sem er gott og gilt en samt sem áður sér hún ekki fram á að geta unnið fyrir sér ef hún skyldi starfa á þessu sviði hér á Hornafirði.

 

Eins og sést munar miklu á skoðunum 8. og 10. bekkjar um hvort nauðsynlegt er að búa í stærra samfélagi til að fá það starf sem þau óska sér. Líklegast er að hlutfallið yrði enn minna þegar kemur að brottflutningi, því eldri sem ungmennið sem spurt er.

Anna Birna Elvarsdóttir og Katrín María Sigurðardóttir